Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Meiri áherzla á Evrópusambandsher

Posted on 02/03/202203/03/2022 by Fullveldi

Viðbúið er að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði meðal annars til þess að pólitískir forystumenn innan Evrópusambandsins, sem og aðrir, sem kallað hafa eftir því að sambandið komi sér upp eigin her muni leggja aukna áherzlu á þann málflutning. Þá verður væntanlega einnig lögð aukin áherzla á þann málstað að gengið verði skrefinu lengra og að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki.

Forystumenn innan Evrópusambandsins, bæði forystumenn sambandsins sjálfs og ríkja innan þess og þá ekki sízt Þýzkalands og Frakklands, hafa lengi talað fyrir því að til yrði einn sameiginlegur her og hafa samhliða því verið tekin fjölmörg skref í þátt átt. Til að mynda hefur Evrópusambandið þegar eigið herráð og hersveitir hafa sinnt ýmsum verkefnum utan sambandsins og innan undir fána og merkjum þess.

Frönsk stjórnvöld, sem fara með forsætið innan ráðherraráðs Evrópusambandsins á fyrri hluta þessa árs, lýstu því yfir á síðasta ári að þau hefðu í hyggju að nýta forsætistíð sína til þess að vinna að því markmiði að til yrði endanlega einn sameiginlegur her. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Talibanar náðu völdum í Afganistan en franskir ráðamenn sögðu það sýna að nauðsynlegt væri að taka þetta skref.

Hafi þróun mála í Afganistan þótt að mati forystumanna innan Evrópusambandsins ástæða til þess að setja aukna áherzlu á sameiginlegan her er viðbúið að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði álitin enn ríkara tilefni til þess og líklega verða fleiri í ríkjum þess á sömu skoðun en áður. Einungis verður að telja tímaspursmál hvenær yfirlýsingar þess efnis fara að berast frá forystumönnum innan sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Fáni Evrópusambandsins. Eigandi: GrandCelinien – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Ríkisstjórn Þýzkalands vill evrópskt sambandsríki
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Sama gamla stefnan í grunninn

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb