Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár

Posted on 08/07/202126/01/2022 by Fullveldi

Fleiri hafa verið andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin tólf ár. Í Noregi hefur viðvarandi andstaða við inngöngu í sambandið verið enn lengur fyrir hendi eða allt frá 2005, í samfellt sextán ár.

Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR eru 46,4% landsmanna andvíg því að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu en 28,2% því hlynnt. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti inngöngu eru 62% henni andvíg en 38% hlynnt. Á svipuðu róli hefur staðan verið undanfarin ár.

Talsvert meiri andstöðu var allajafna fyrir að fara á meðan unnið var að því að Ísland gengi í Evrópusambandið í tíð þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á árunum 2009-2013. Eftir að málið var tekið af dagskrá af nýrri ríkisstjórn dró hins vegar nokkuð úr henni.

Fram til ársins 2009, árið sem umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í Evrópusambandið var komið á framfæri, höfðu skoðanakannanir ýmist sýnt fleiri hlynnta inngöngu eða fleiri andvíga henni. Síðan þá hafa hins vegar sem fyrr segir niðurstöður allra kannana sem birtar hafa verið sýnt fleiri andvíga.

Vaxandi umræða um samrunaskref í tengslum við Evrópusambandið hefur í gegnum tíðina haft ríka tilhneigingu til þess að leiða til aukinnar andstöðu við þau, bæði hér á Íslandi og erlendis, en komi til þess að innganga í sambandið verði aftur sett aftur á dagskrá hér á landi verður ekki komist hjá aukinni umræðu.

HJG

(Ljósmynd: Íslenzki fáninn. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)


Tengt efni:
„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
Sama gamla stefnan í grunninn
Frelsið til þess að ráða eigin málum

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb