Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki

Posted on 22/07/202122/01/2022 by Fullveldi

Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa verið starfandi í Evrópu regnhlífarsamtökin European Movement International. Meginmarkmið samtakanna hefur frá upphafi verið að til verði sameinað evrópskt sambandsríki (e. united, federal Europe) eins og það var lengi vel orðað á vefsíðu þeirra.

Tekin var í notkun ný vefsíða á vegum European Movement International fyrir nokkrum árum en á nýju síðunni kemur fram að samtökin hafi frá stofnun þeirra 1948 beitt sér fyrir því að til verði sambandsríki en frá upphafi hefur eitt ríki verið lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess.

Til að mynda fjallar franski stjórnmálahagfræðingurinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir Evrópusambandsins og þá einkum og sér í lagi af stuðningsmönnum þess, ítarlega um það í endurminningum sínum hvernig stefnt hafi verið að því allt frá upphafi að til yrðu Bandaríki Evrópu.

Leitun er enn fremur að pólitískum forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa lýst opinberlega yfir stuðningi sínum við markmiðið um að sambandið verði að einu ríki. Þar á meðal hafa verið allir forsetar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undanfarna áratugi.

Markmið samrunans innan ESB ekki gagnrýnt

Fjölmörg samtök Evrópusambandssinna í Evrópu eiga aðild að European Movement International. Bæði í ríkjum innan Evrópusambandsins og utan þess. Um langt árabil voru Evrópusamtökin íslenzku þar á meðal og síðan tóku Já Ísland, regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, við aðildinni eftir stofnun þeirra.

Fyrir fáeinum árum hvarf Já Ísland hins vegar af lista European Movement International yfir aðildarsamtök. Væntanlega annað hvort í kjölfar þess að vakin var athygli á aðildinni í umræðum um Evrópusambandið hér á landi eða vegna þess að Já Ísland áttaði sig loks á því um hvers konar félagsskap væri að ræða.

Hins vegar verður hið fyrrnefnda að teljast talsvert líklegra í ljósi þess að ekki hefur beinlínis borið mikið á gagnrýni úr röðum íslenzkra Evrópusambandssinna á áðurnefnt markmið samrunans innan Evrópusambandsins og margítrekaðar yfirlýsingar forystumanna innan sambandsins til stuðnings þeirri þróun.

Þvert á móti hefur alls engan bilbug verið að finna í þeim röðum á undanförnum árum þegar komið hefur að stuðningi við bæði sífellt meiri samruna innan Evrópusambandsins, sem hefur jafnt og þétt fært sambandið nær lokamarkmiði samrunaþróunarinnar, sem og inngöngu Íslands í hið fyrirhugaða sambandsríki.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Fáni Evrópusambandsins. Eigandi: GrandCelinien – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár
„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
Sama gamla stefnan í grunninn
Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu
Frelsið til þess að ráða eigin málum

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb