Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Spurningin sem enginn spurði

Posted on 04/08/202122/01/2022 by Fullveldi

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ritaði grein í Morgunblaðið 3. maí síðastliðinn þar sem hún sagði meðal annars: „Rannsókn fræðimanna við Háskóla Íslands sýnir að þorri fólks telur sig ekki hafa nægja vitneskju til að taka upplýsta ákvörðun um aðild Íslands að ESB. Það þarf að taka alvarlega.“

Hvergi kom hins vegar fram í greininni hvaða rannsókn væri um að ræða eða hvaða fræðimenn hefðu staðið að henni. Innt eftir því tjáði Þorgerður mér að hún hefði verið að vísa til rannsóknar Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs.

Rannsókn Silju Báru, sem greint var frá fyrr á þessu ári, byggðist á skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til alþjóðasamstarfs og fræðilega umfjöllun um niðurstöður könnunarinnar. Hvergi var hins vegar spurt að því hvort fólk teldi sig geta tekið upplýsta afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið eða nokkuð í þá veru.

Hvergi kemur að sama skapi fram í rannsóknarskýrslu Silju Báru að þorri (það er meirihluti og jafnvel mikill meirihluti) landsmanna telji sig ekki geta tekið upplýsta afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. Er skemmst frá því að segja að hvergi er að finna nokkurn fót fyrir umræddri fullyrðingu í skýrslunni.

Mikill meirihluti tók afstöðu til spurningarinnar

Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að hátt hlutfall aðspurðra hefði tilhneigingu til þess að segjast ekki geta tekið afstöðu til ýmissra atriða í skoðanakönnuninni. Gott dæmi um þetta væri spurning um það hvernig fólk sæi fyrir sér tengsl Íslands við Evrópusambandið ef EES-samningurinn heyrði sögunni til.

Hlutfall þeirra sem treystu sér ekki til þess að taka afstöðu til umræddrar spurningar var 26,7% sem var það hæsta í skoðanakönnuninni. Með öðrum orðum treysti þvert á móti mikill meirihluti aðspurðra, eða 73,3%, sér til þess að taka afstöðu til spurningarinnar sem þó snerist sem fyrr segir um allt annað viðfangsefni.

Vert er að hafa í huga að alls ekki er óalgengt að í kringum 20% aðspurðra í skoðanakönnunum taki ekki efnislega afstöðu til þess sem spurt er um. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Til að mynda einfaldlega sú að enginn af svarmöguleikunum sem boðið er upp á samrýmist afstöðu viðkomandi nægjanlega vel.

Miðað við niðurstöður skoðanakannana, sem gerðar hafa verið hér á landi um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusambandið, verður annars ekki dregin önnur ályktun en sú að langfelstir landsmenn treysti sér ágætlega til þess að taka slíka afstöðu þvert á það sem haldið var fram í grein formanns Viðreisnar.

Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

(Ljósmynd: Fáni Evrópusambandsins. Eigandi: Pixabay – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Fleiri andvígir inngöngu í ESB í tólf ár
„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
Sama gamla stefnan í grunninn
Frelsið til þess að ráða eigin málum

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb