Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
    • Evrópumál
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
    • EES
    • Brexit
    • Úkraína
    • Kína
  • Greinar
    • Evrópumál
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
    • EES
    • Brexit
    • Úkraína
    • Stjórnarskrármál
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Hægt að draga verulega úr regluverki

Posted on 30/07/202131/07/2022 by Fullveldi

Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að stjórnvöld í Bretlandi hafi ákveðið að nýta nýfengið sjálfstæði landsins frá Evrópusambandinu til þess að draga verulega úr því regluverki sem í gildi er í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi lagt blessun sína yfir áætlun í þeim efnum sem byggist á því að fyrir hverja reglugerð sem tekur gildi verði tvær aðrar óþarfar reglugerðir felldar niður.

Rifjað er upp í fréttinni að ríkisstjórn Bretlands sem sat á árunum 2010-2015, og samanstóð af Íhaldsflokki Johnsons og Frjálslyndum demókrötum, hafi upphaflega kynnt regluna til sögunnar en vegna veru landsins í Evrópusambandinu á þeim tíma hafi hún aðeins náð til regluverks sem sett var af brezkum stjórnvöldum en ekki regluverks sem kom frá sambandinu. Nú sé hins vegar hægt að beita henni í báðum tilvikum.

Stjórnvöld í Bretlandi hafa einnig í hyggju samkvæmt fréttinni að flýta endurskoðun á nýju regluverki. Þannig verði lagt mat á reynsluna af því tveimur árum eftir að það tekur gildi í stað fimm í dag. Hvort það sé of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og neytendur og hvort kostnaður vegna þess sé of mikill. Johnson er sagður vilja hrinda áætluninni í framkvæmd strax í haust í kjölfar samráðs við sérfræðinga, hagsmunaaðila og fleiri aðila.

Mögulegt að fella úr gildi óþarfa regluverk frá ESB

„Rétti tíminn er núna til þess að nútímavæða setningu regluverks samhliða því sem við náum okkur á strik á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldurinn og grípum þau tækifæri sem fylgja því að vera sjálfstæð þjóð,“ er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan brezku ríkisstjórnarinnar í fréttinni. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafi skapast tækifæri til þess að auka samkeppnishæfni brezkt atvinnulífs.

„Það síðasta sem við viljum er að íþyngjandi regluverk standi í vegi fyrir nýsköpun og tækifærum í atvinnulífinu og fyrir vikið erum við að stefna að umfangsmiklum umbótum sem miða að því að losa okkur við óþarfa regluverk frá Evrópusambandinu og hrinda í framkvæmd metnaðarfullum áformum forsætisráðherrans um að Bretland verði í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun á heimsvísu,“ er enn fremur haft eftir honum.

Vitnað er í fréttinni í skýrslu vinnuhóps stjórnvalda um nýsköpun, hagvöxt og umbætur í setningu regluverks þess efnis að í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði í auknum mæli hægt að setja reglur sem endurspegli hagsmuni brezku þjóðarinnar í stað þess að ákvarðanir í þeim efnum séu háðar langdregnum viðræðum og málamiðlunum við 27 önnur ríki líkt og verið hafi raunin innan sambandsins.

HJG

(Ljósmynd: Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Eigandi: EU2016 SK – Wikimedia Commons)


Tengt efni:
Mjótt á mununum eða ekki?
Vilja ekki ganga aftur í ESB
Hraðbátarnir og olíuskipið
Frelsið til þess að ráða eigin málum

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Fjármagna áfram hernað Pútíns

Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands.



Kuldinn sem fyrr bandamaður Rússlands

Kuldinn hefur lengi verið bandamaður Rússlands þegar komið hefur að því að bera að lokum sigur úr býtum á öðrum Evrópuríkjum. Veturinn 1812 setti hernað Napóleons úr skorðum og hersveitir Hitlers frusu í hel við borgarhliðin að Moskvu í desember 1941. Vladimír Pútín hefur það nú á valdi sínu að skrúfa fyrir flæði gass til Evrópu.



Hornsteinn NATO á norðurslóðum

Haft er eftir Michael Gilday flotaforingja í fréttatilkynningu bandaríska sjóhersins að Ísland sé „the geostrategic linchpin“ fyrir varnir NATO á norðurslóðum sem yfirfæra mætti sem hornstein bandalagsins á svæðinu með tilliti til varnaraðgerða. Gilday sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að landfræðilegt mikilvægi Íslands ætti ekki eftir að ekki breytast.

Færslur

  • Hvers vegna vilja Svíar og Finnar í NATO?
  • Telja sig hafa 48 klukkustundir
  • Fjármagna áfram hernað Pútíns
  • Kuldinn sem fyrr bandamaður Rússlands
  • „Þetta er búið og gert“
  • Hornsteinn NATO á norðurslóðum
  • Vilja frekar fríverzlunarsamning en EES
  • Fullkominn aðstöðumunur
  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb