Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vilja að ESB fái eigin hersveitir

Posted on 04/09/202126/01/2022 by Fullveldi

Háttsettir embættismenn innan Evrópusambandsins hafa kallað eftir því, í kjölfar þess að talíbanar náðu völdum í Afganistan, að sambandið fái eigin hersveitir sem hægt verði að beita með skömmum fyrirvara hvar sem er í heiminum. Talað hefur verið um allt að 20 þúsund manna herlið í þeim efnum.

Fjallað er um þetta á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph en tillaga í þessum efnum er til umræðu á vettvangi Evrópusambandsins. Ekki er reiknað með að tillagan verði endanlega útfærð fyrr en á næsta ári. Líklega í marz þegar frönsk stjórnvöld fara með forsætið í ráðherraráði sambandsins.

Hugmyndir um Evrópusambandsher hafa lengi verið í umræðunni og hafa samhliða því verið tekin markviss skref í þá átt. Þannig hefur sambandið þegar eigið herráð og hefur á sínum snærum hraðsveitir sem þó hefur aldrei verið beitt. Einkum vegna þess að til þess þarf einróma samþykki ríkja þess.

Haft er eftir Matej Tonin, varnarmálaráðherra Slóveníu, að hugmyndin sé að einungis þurfi samþykki meirihluta ríkja Evrópusambandsins til þess að beita þeim hersveitum sem tillagan snýst um en einróma samþykki ríkja sambandsins hefur jafnt og þétt verið lagt af og heyrir í dag nánast sögunni til.

Fjölmargir forystumenn innan Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við það að sambandið fái eigin her. Þar á meðal núverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Þá hafa bæði frönsk og þýzk stjórnvöld stutt þau áform.

Það sem helzt hefur staðið í vegi fyrir því að endanlega yrði til Evrópusambandsher hefur verið andstaða brezkra stjórnvalda við það í gegnum tíðina. Fyrir vikið hefur verið rætt um það að útganga Bretlands úr sambandinu í byrjun síðasta árs kunni að flýta mjög fyrir því að þau áform verði að veruleika.

HJG

(Ljósmynd: Hermenn í hraðsveitum Evrópusambandsins. Eigandi: Þing Evrópusambandsins)


Tengt efni:
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Sama gamla stefnan í grunninn
Flýti fyrir Bandaríkjum Evrópu

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb