Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Höfuðstöðvar Shell til Bretlands

Posted on 18/11/202126/01/2022 by Fullveldi

Hollenzk-brezka olíufélagið Royal Dutch Shell, sem þekktara er einfaldlega undir nafninu Shell, hyggst flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Markmiðið með áformunum er að einfalda rekstur félagsins að því er segir á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC. Eins og staðan er í dag er Shell skráð í fyrirtækjaskrá í Bretlandi en hins vegar skráð skattalega séð í Hollandi þar sem höfuðstöðvarnar er að finna.

Fram kemur í frétt BBC að til standi einnig að breyta nafni olíufélagsins formlega í Shell en það hefur heitið Royal Dutch Shell undanfarin 114 ár. Breytingin verður borin undir hluthafa félagsins í byrjun desember. Brezkir stjórnmálamenn hafa fagnað ákvörðuninni og sagt hana til marks um að stjórnendur Shell hafi trú á framtíð Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan hollenzkir hafa harmað hana.

Hollenzkir þingmenn vilja refsa Shell

Hollenzkir þingmenn hafa samkvæmt frétt brezka dagblaðsins Daily Telegraph kallað eftir því að Shell verði refsað með lagasetningu um sérstakan skatt á fyrirtæki sem ákveða að flytja höfuðstöðvar sínar frá Hollandi til annarra landa. Hollenzk stjórnvöld hafa hins vegar verið að reyna að fá þingið til þess að breyta skattalögum landsins í von um að sannfæra stjórn félagsins um að endurskoða ákvörðunina.

Fjallað er í brezka tímaritinu Spectator um það hvernig hrakspár um að stórfyrirtæki myndu yfirgefa Bretland í hrönnum ef til útgöngu landsins úr Evrópusambandsins kæmi hafi engan veginn gengið eftir. Þvert á móti séu nýjustu fréttirnar að Shell ætli flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Reynslan sýni að þegar allt komi til alls skipti það fyrirtæki ekki höfuðmáli hvort ríki séu innan eða utan sambandsins.

HJG

(Ljósmynd: Bensínstöð í eigu olíufélagsins Shell. Eigandi: Raysonho)


Tengt efni:
Vilja refsa Bretum fyrir Brexit
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni
Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár
„Mikill sigur fyrir unnendur vína“

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb