Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Fjármagn streymir til Bretlands

Posted on 04/01/202226/01/2022 by Fullveldi

Meira fjármagn hefur skilað sér inn í vaxtafyrirtæki í Bretlandi en nokkurn tímann áður í kjölfar þess að landið yfirgaf Evrópusambandið. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir Sam Smith, framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins FinnCap. Útgangan hafi haft mjög jákvæð áhrif á fjármálalíf Bretlands. Einkum þar sem mögulegt hafi verið að draga úr íþyngjandi regluverki sem komið hafi frá sambandinu.

„Frá mínum bæjardyrum séð hefur útgangan úr Evrópusambandinu ekki verið annað en jákvæð,“ segir Smith enn fremur í viðtalinu. „Við höfum búið við frábært fjárfestingaumhverfi, það er mjög mikið af fjármagni að koma inn í Bretland, meðal annars fjármagn til þess að styðja við nýsköpunarfyrirtæki og auka umsvif fyrirtækja. Og fjármagn hefur haldið áfram að koma erlendis frá og stóraukizt í kjölfar útgöngunnar.“

Höfnuðu ítrekað aðild að EES-samningnum

Fjölmiðlar greindu frá því síðasta haust að London, höfuðborg Bretlands, hefði haldið stöðu sinni sem öflugasta fjármálamiðstöð Evrópu í kjölfar útgöngunnar úr Evrópusambandinu samkvæmt Global Financial Centres Index sem hugveitan Z/Yen heldur utan um. Þá hefur einnig verið greint frá því að þvert á ýmsar spár hafi útflutningur á fjármálaþjónustu frá Bretlandi aukizt í kjölfar þess að landið yfirgaf sambandið.

Brezk stjórnvöld höfnuðu því ítrekað að Bretland yrði áfram aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu en sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við það. Ástæða þess að EES-samningnum var hafnað var einkum sú að áframhaldandi aðild að honum þýddi framsal valds yfir brezkum málum og upptaka íþyngjandi regluverks frá sambandinu.

Yfirlýst markmið Evrópusambandsins í viðræðum um fríverzlunarsamning við brezk stjórnvöld var að sjá til þess að Bretland yrði ekki samkeppnishæfara en ríki þess. Í þeim tilgangi reyndu ráðamenn í Brussel að fá Breta til þess að samþykkja að vera áfram sem mest bundnir af regluverki sambandsins. Var í því skyni meðal annars lagt að brezkum ráðamönnum að fallast á áframhaldandi aðild að EES-samningnum.

Ísland innan regluverksmúra Evrópusambandsins

Ólíkt Bretlandi er Ísland sem kunnugt er aðili að EES-samningnum og þar með skuldbundið til þess að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu sem snýr að innri markaði þess og farið hefur vaxandi á undanförnum árum. Þá hefur regluverkið kallað á vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum og oft á tíðum hentað hérlendum aðstæðum og hagsmunum illa enda hannað með aðstæður á meginlandi Evrópu í huga.

Fyrir vikið er Ísland í vaxandi mæli innan þess sem kalla mætti regluverksmúra Evrópusambandsins en regluverk hefur í seinni tíð tekið við af tollum sem helzta verkfæri ríkja og ríkjasambanda til þess að viðhalda verndarstefnu í milliríkjaviðskiptum þar sem regluverki er markvisst beitt til þess að vernda innlenda framleiðslu gegn utanaðkomandi samkeppni. Þetta hefur ekki sízt átt við um sambandið.

HJG

(Ljósmynd: Tower Bridge í London, höfuðborg Bretlands. Eigandi: SvG)


Tengt efni:
Höfuðstöðvar Shell til Bretlands
Vilja refsa Bretum fyrir Brexit
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjármálahverfi London heldur stöðu sinni
Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb