Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Verðbólga á evrusvæðinu veldur áhyggjum

Posted on 12/01/202226/01/2022 by Fullveldi

Mikilvægt er að Seðlabanki Evrópusambandsins nái tökum á viðvarandi verðbólgu á evrusvæðinu að sögn Joachims Nagel, nýs bankastjóra þýzka seðlabankans, en verðbólga fór í 5,3% í Þýzkalandi í desember og hefur ekki verið meiri frá því í júní 1992. Brezka dagblaðið Daily Telegraph fjallaði um málið í gær.

Fram kemur að vaxandi óánægju gæti í Þýzkalandi með neikvæða stýrivexta Seðlabanka Evrópusambandsins, sem verið hafi við líði á evrusvæðinu í hátt í áratug, sem og peningaprentunar bankans upp á 1,85 milljarða evra (um 273 milljarða króna) til þess að bregðast við afleiðingum kórónuveirufaraldursins.

Verðbólgan aukizt umfram spár hagfræðinga

Verðbólga á evrusvæðinu mælist 5% en verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópusambandsins er 2%. Fram kemur í fréttinni að bankinn hafi slakað á peningastefnu sinni á síðasta ári í því skyni að skapa sveigjanleika til þess að takast á við faraldurinn en verðbólgan hafi aukizt umfram spár hagfræðinga.

„Ég sé fram á vaxandi hættu á því að verðbólga verði áfram há og í lengri tíma en verið er að gera ráð fyrir. Í öllu falli verða þeir sem marka stefnuna að vera á varðbergi,“ segir Nagel. Seðlabanki Evrópusambandsins verði að gera það sem þurfi til þess að varðveita verðstöðugleika. Trúverðugleiki hans sé í húfi.

„Almenningur hefur mun minna fé á milli handanna. Margir eru skiljanlega áhyggjufullir yfir því að hafa orðið af þessum kaupmætti – mjög áhyggjufullir,“ er enn fremur haft eftir Nagel en um er að ræða fyrstu opinberu ummæli hans eftir að hann tók við embætti seðlabankastjóra að því er segir í fréttinni.

Vextir hækkaðir ofan í efnahagslega stöðnun?

Vaxandi verðbólga á evrusvæðinu stafar einkum af hækkandi verðlagi á orku, einkum gasi, og matvælum. Vonir Seðlabanka Evrópusambandsins standa til þess að verðbólgan hafi náð hámarki og ekki þurfi að hækka vexti sem verið hafa neikvæðir einkum vegna viðvarandi efnahagsstöðnunar í lykilríkjum evrusvæðisins.

Komi til þess að hækka verði stýrivexti seðlabankans til þess að slá á verðbólguna mun það að öllum líkindum hægja enn frekar á hjólum atvinnulífsins á evrusvæðinu ofan í þá efnahagslegu stöðnun sem ríkt hefur víða innan þess um árabil. Ekki sízt í Þýzkalandi. Þá sviðsmynd vill bankinn fyrir alla muni forðast.

HJG

(Ljósmynd: Evruseðlar og -mynt. Eigandi: Avij)

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb