Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Vaxandi samvinna í varnarmálum

Posted on 26/01/202228/01/2022 by Fullveldi

Fundur Antonys J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra símleiðis fyrr í þessum mánuði, og fréttatilkynning bandaríska utanríkisráðuneytisins í kjölfarið, er enn ein birtingarmynd aukins áhuga bandarískra stjórnvalda á því að styrkja tengslin við Ísland þegar kemur að varnarmálum en í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi meðal annars rætt um vaxandi samvinnu í varnarmálum eða eins og það er orðað í henni „deepening defense cooperation.“

Fram kemur að Blinken hafi óskað Þórdísi til hamingju með að hafa tekið við embætti utanríkisráðherra og lagt áherzlu á stuðning Bandaríkjastjórnar við sterkt tvíhliða samband Íslands og Bandaríkjanna. Ráðherrarnir hafi að öðru leyti rætt um sameiginlegar áherzlur ríkjanna. Þar á meðal öryggi Evrópuríkja með hliðsjón af hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og stuðning við fullveldi Úkraínu, loftlagsmál, efnahagsleg tengsl og fjárfestingar og mannréttindi og kynjajafnrétti á alþjóðavísu auk varnarmálanna.

Þverpólitískur áhugi á því að styrkja tengslin

Háttsettir bandarískir ráðamenn hafa í auknum mæli heimsótt Ísland síðustu ár samhliða því sem áherzla hefur verið lögð á endurbætur á aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli og aukna nýtingu hennar. Fyrir utan Blinken, sem heimsótti landið síðasta vor í tengslum við fund Norðurskautsráðsins, má nefna forvera hans Mike Pompeo, varaforsetann fyrrverandi Mike Pence og Robert S. Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Áhuginn á því að styrkja tengslin við Ísland er með öðrum orðum þverpólitískur.

Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála hefur þannig farið vaxandi á nýjan leik á undanförnum árum en ljóst er að þeirri skoðun hefur vaxið ásmegin á meðal bandarískra stjórnmálamanna, embættismanna og sérfræðinga á sviði varnarmála að alvarleg mistök hafi verið gerð þegar bandarísk stjórnvöld tóku ákvörðun um það árið 2006 að loka varnarstöðinni í Keflavík. Engin áform eru þó uppi að sögn ráðamanna í Washington um að óska eftir varanlegri aðstöðu fyrir bandarískt herlið hér á landi.

HJG

(Ljósmynd: Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eigandi: Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna)


Tengt efni:
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Sama gamla stefnan í grunninn

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb