Skip to content

Fullveldi.is

VEFSÍÐA UM UTANRÍKIS- OG ALÞJÓÐAMÁL

Menu
  • Heim
  • Fréttir
  • Greinar
  • Ritgerðir
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik

Posted on 20/03/202220/03/2022 by Fullveldi

Fróðleg skýrsla var gefin út af bandarísku hugveitunni Center for Strategic and International Studies (CSIS) sumarið 2016 þar sem fjallað er um umferð rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið. Er í skýrslunni lagt mat á áform stjórnvalda í Rússlandi í þeim efnum, getu rússneska sjóhersins sem og möguleika og getu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) í heild til þess að bregðast við.

Lagðar eru fram tillögur í skýrslunni að því með hvaða hætti NATO og bandamenn þess geti brugðist við þessari áskorun og var ein tillagan á þá leið að rétt væri að opna aftur varnarstöðina á Íslandi, sem lokað var einhliða af bandarískum stjórnvöldum árið 2006, til þess að hægt væri að hafa betra eftirlit með umferð rússneskra kafbáta í kringum landið. Hentugast væri að sinna slíku eftirliti frá Íslandi.

„NATO getur bætt aðstöðu sína í kafbátavörnum með því að tryggja að réttur viðbúnaður sé á réttum stöðum á réttum tíma með því að opna á nýjan leik varnarstöðina í Keflavík á Íslandi og hvetja norsk stjórnvöld til þess að endurheimta og opna á ný kafbátaþjónustustöðina í Olavsbern í Noregi,“ segir þannig í tillögum CSIS um það hvernig rétt væri að bregðast við aukinni umferð rússneskra kafbáta.

Verkefnastjóri skýrslunnar og einn höfunda efnis hennar var dr. Kathleen H. Hicks sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri alþjóðaöryggismála hjá CSIS en gegnir í dag embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Josephs R. Biden Bandaríkjaforseta. Hicks hafði áður gegnt ýmsum háttsettum stöðum í varnarmálaráðuneytinu í forsetatíð Baracks Obama.

HJG

(Ljósmynd: Kathleen H: Hicks, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eigandi: Zachary Wheeler/Defense Business Board)


Tengt efni:
Vaxandi samvinna í varnarmálum
Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?
Vilja að ESB fái eigin hersveitir
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Sama gamla stefnan í grunninn

FacebookTwitterEmail

SVIÐSLJÓS



Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“



Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum

Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu.

Færslur

  • Hefur augljósa yfirburðastöðu
  • Tveir ójafnir dómstólar
  • Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
  • Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
  • Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
  • Stefnt að einu ríki frá upphafi
  • Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
  • Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
  • Varnarstöðin yrði opnuð á nýjan leik
  • Stjórnsýslan ekki nógu stór
  • Meiri áherzla á Evrópusambandsher
  • Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
  • Hátt raforkuverð líklega út árið
  • Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
  • Meira regluverk og minna svigrúm

Leitarvél

©2022 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb